Þrot - Trailer

 

Kvikmyndin Þrot eftir leikstjórann Heimi Bjarnason var frumsýnd í Laugarásbíói í gær. Kvikmyndin fylgir tveimur ungum stúlkum í kjölfar dularfulls andláts í litlu smábæjarsamfélagi á suðurströnd Íslands. Við hér hjá Kaiku Sound fengum það á borðið til okkar að sjá um hljóðblöndun fyrir trailer kvikmyndarinnar, sem sjá má hér að neðan, sem var bæði skemmtilegt og öðruvísi verkefni.

Þrot er fyrsta stórvirki Heimis, en farvegur kvikmyndarinnar frá hugmynd að frumsýningu var langt sjö ára ferli. Heimir skrifaði handritið sjálfur og leikstýrði myndinni, ásamt því að hafa framleitt myndina sjálfur í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt, Stepanska Films.

Með helstu hlutverk myndarinnar fara Bára Lind Þórarinsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Guðrún S Gísladóttir og Pálmi Gestsson.

Myndin er gefin út af fyrirtæki Heimis, Stepanska films, og er nú sjáanleg í Laugarásbíói.

Hægt er að nálgast miða á kvikmyndina hér.

Við hvetjum fólk eindregið til þess að fylgja Þrot á Facebook og kíkja á Þrotkastið, sem haldið er úti af Tómasi Howser, einum af leikurum myndarinnar, og má finna á YouTube rás Stepanska Films.

 
Previous
Previous

LAG (feat. Þór Breiðfjörð) - Það verður aldrei bjartara

Next
Next

Alfreð Drexler - Drexler’s Lab