Chase Murphy - Tip of the Iceberg

 

Í dag, 18.01.2022, kom út nýjasta EP-plata bandaríska rapparans Chase Murphy, sem ber heitið Tip of the Iceberg. EP-platan er fjórða smáskífa rapparans og jafnframt sú umfangsmesta til þessa.

Chase Murphy hefur verið í samstarfi við íslenska pródúserinn Fríó (Huginn Goða Kolbeinsson) í mörg ár og heldur samstarf þeirra áfram að gerjast með þessari smáskífu. Platan er pródúseruð af Fríó og Bandaríkjamanninum Dale Cheon, hljóðblönduð af Huginn Goða og svo masteruð af Adam Murtomaa hjá Kaiku Sound.

Platan var öll samin og tekin upp yfir þriggja mánaða dvöl rapparans á Íslandi, en einnig flaug Dale til landsins til þess að taka þátt í framleiðslu plötunnar.

Platan ber að geyma fjölbreytt lagaúrval og meðal þeirra má finna gesta-vers frá rappstórstjörnunni Mick Jenkins frá Chicago, sem hefur verið þekkt nafn í bandarísku rappsenunni í áraraðir.

Plötuna má finna á Spotify, Tidal og öllum öðrum helstu streymisveitunum.

 
Previous
Previous

Matti Kallio - Esperanza

Next
Next

SUNDUR - To the Top [Remix]