Hljóðverið okkar

Um hljóðverið

 

Hljóðverið okkar samanstendur af þremur mismunandi herbergjum: stóru og miklu ,,live” herbergi, sem rúmar leikandi heila hljómasveit, stæðilegu ,,control” herbergi með hágæða hljóðvist og hljómburði, og sér rými sem nýtt er í podkastupptökur, þar sem sæti eru fyrir allt að fjórar manneskjur að sitja og spjalla.

Hljóðverið er útbúið glænýrri MacMini tölvu, hlaðin af ,,plug-ins” og hljóðvinnsluforritum á við Pro Tools, Ableton Live og Logic Pro X. Hægt er að tengja allt að 16 rásir af hljóðnemum í gegnum Antelope Audio Discrete 8 Synergy Core og Focusrite Clarett OctoPre hljóðkortin okkar. Allt er svo keyrt út í EVE Audio SC307 hátalarana okkar.

Hjá Kaiku Sound erum við með hógvært safn af míkrafónum, sem samanstendur m.a. af stereópari af AKG C414 XLII, einum Warm Audio WA-47 rörmíkrafón, nokkrum Shure SM7b, Shure SM57, pari af Audio-Technica AT2020, Sennheiser e602-ii og Antelope Audio Edge Solo.