Um Kaiku Sound

 

Kaiku Sound er lítið, fjölskyldurekið hljóðver á höfuðborgarsvæðinu, með mikla reynslu og menntun undir beltinu. Rekið með ástríðu fyrir hljóði og þrótti fyrir góðri, persónulegri þjónustu.

Teymið okkar

 
StudioShootJPG-22.jpg

Adam Murtomaa, framkvæmdastjóri

Frá ungum aldri hefur Adam haft mikla ástríðu fyrir tónlist og hljóði. Á bernsku- og unglingsárum Adams starfaði pabbi hans sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og ólst hann því að hluta til upp í kringum mixerborð, teipvélar, míkrafóna og aðra tæknimenn.

Árið 2015 hóf Adam ferilinn sinn sem pródúser, sem leiddi hann svo í diplómanám í hljóðtækni í SAE Institute Stockholm árið 2018 og þaðan í B.Sc. nám í hljóðframleiðslu í SAE Institute Berlin árið 2019. Um miðbik ársins 2020 hóf hann feril sinn sem freelance hljóðtæknimaður og stofnaði svo Kaiku Sound vorið 2021.

Ástríða Adams á hljóðtækni og pródúseringu er margþætt, en meginþorri hennar liggur alltaf í tæknilegri hlið allra þeirra verkefna sem liggja fyrir hendi.

 
AboutUs-1.jpg

Jan Murtomaa, hljóðtæknimaður

Á sínum yngri árum starfaði Jan við ýmis áhugaverð störf. Hann var sjómaður til nokkurra ára og ferðaðist um heiminn sem slíkur, starfaði seinna sem kafari og svo köfunarkennari, slökkviliðsmaður og enskukennari. Árið 1995 flutti Jan með eiginkonu sinni og þriggja mánaða syni sínum, Adam, til Gautaborgar þar sem hann hóf nám í hljóðtækni við Háskólann í Gautaborg. Að námi loknu flutti fjölskyldan aftur til Íslands þar sem Jan hóf svo störf sem hljóðtæknimaður hjá Ríkisútvarpinu, þar sem hann starfaði í 11 ár.

Með mikla tæknilega þekkingu, djúpan skilning á hljóði og næmt eyra var Jan talinn með færustu tæknimönnum landsins.

Á fjölbreyttum ferli sínum hefur Jan unnið með stórum nöfnum tónlistarheimsins, á borð við Foo Fighters og Iron Maiden, ásamt stórum hluta íslensku tónlistarsenunnar. Samhliða því á hann einnig myndarlegan feril að baki sér sem þáttagerðamaður og hafa útvarpsþættir eftir hann meðal annars verið nýttir sem kennsluefni í þáttagerð hjá BBC.

 

Pétur Magnússon, kvikmyndagerðamaður

Á ungum aldri flutti Pétur Gautur ásamt foreldrum sínum og systkinum til Kaliforníu. Pétur var alinn upp á San Francisco-flóanum, en flutti síðar suður til Los Angeles, þar sem hann hóf feril sinn í kvikmyndagerð sem leikstjóri, handritshöfundur, klippari og tökumaður. Eftir áratug í borg englanna og með mikla reynslu undir beltinu, flutti Pétur Gautur heim til Íslands.

Pétur hefur tekið þátt í framleiðslu tónlistarmyndbanda, heimildamynda, stuttmynda og kvikmynda, eins og Engaged in Vegas og Still Here. Hér á landi hefur Pétur unnið náið með Braga Þór Hinrikssyni og starfað hjá fyrirtækinu Skjáskot við alls kyns fjölbreytt verkefni, svo sem framleiðslu auglýsinga og annars myndefnis fyrir sum af stærstu fyrirtækjum Íslands.