Þjónustur

 
20210611-205946360.JPG

Upptökur

Hjá Kaiku Sound bjóðum við upp á upptökur af ýmsum toga. Hvort sem um ræðir eina rödd eða heila hljómsveit, þá ertu í góðum málum hjá okkur.

Hljóðverið okkar er útbúið hágæða hljóðkortum og fínu úrvali af hljóðnemum. Innan af control-herberginu er hljóðeinangrunarklefi sem nýtist vel í podcast- og voice-over-upptökur. Einnig erum við með stórt og stæðilegt live-herbergi, sem rúmar heila hljómsveit leikandi.

 
20210716-154051062.JPG

Hljóðblöndun & mastering

Hjá Kaiku Sound erum við bæði reynslu- og tæknilega vel í stakk búin til þess að sjá um að mixa og mastera tónlistina þína. Hljóðverið er útbúið tölvu með öllum helstu ,,industry standard” plug-ins, hljóðvinnsluforritum (Pro Tools, Ableton Live, Logic Pro X), hágæða Antelope Audio hljóðkorti og EVE Audio SC307 stúdíómónitorum.

 
20210531-181243775.JPG

Hlaðvörp

Hjá Kaiku Sound erum við með sér upptökuklefa fyrir hlaðvarpsupptökur. Upptökuklefinn er settur upp fyrir einn þáttarstjórnenda og tvo viðmælendur, en auðvelt er að breyta uppsetningunni og bæta við hljóðnemum ef þörf er á. Við bjóðum einnig upp á alla eftirvinnslu.

 
20210528-001053810.JPG

Mynd

Hjá Kaiku Sound vinnum við ekki einungis með hljóð, heldur mynd líka. Með mikla reynslu úr kvikmynda- og vídeóbransanum, listrænar hugmyndir og gott auga fyrir römmum geturðu treyst okkur fyrir næsta tónlistarmyndbandinu þínu.