Alfreð Drexler - Drexler’s Lab
Fyrr í sumar kom út fyrsta sóló-plata íslenska raftónlistarmannsins Alfreðs Drexlers Drexler’s Lab. Platan samanstendur af 8 fjölbreyttum lögum, sem sækja innblástur sinn í flóru tónlistarstefna, frá teknói og hip-hoppi yfir í djass og rokk.
Platan er pródúseruð og hljóðblönduð af Alfreði sjálfum, en einnig tók hann upp aragrúa lifandi hljóðfæra fyrir plötuna í Stúdíó Sýrlandi.
Platan er masteruð af Kaiku Sound og gefin út af íslenska plötufyrirtækinu Heavy Knife Records.
Plötuna má finna á öllum helstu streymisveitum, ásamt tónlistarmyndbandi fyrir intro-lag plötunnar, Enter Lab, á YouTube.