Þáttur 3 - Ásdís María Viðarsdóttir
Gesturinn í þessum þætti er söngkonan, lagahöfundurinn og Berlínarbúinn Ásdís María Viðarsdóttir (@asdismv). Ásdís hefur unnið með, samið og skrifað fyrir risastór nöfn í tónlistarbransanum, ásamt því að hafa gefið út lög sem hafi notið mikilla vinsælda bæði erlendis og hér heima. Um þessar mundir er Ásdís með um 2,5 milljónir mánaðarlega áhlustana á Spotify og er því meðal mest spiluðu íslensku tónlistarmanna í heiminum. Við spjöllum við Ásdísi um lífið sem lagahöfundur og söngkona, landamærayfirvöld Bandaríkjanna og plötusamninga.
Hægt er að hlusta á tónlist Ásdísar hér.
Þáttinn má hlusta á hér að neðan eða á Spotify.