Anne-Mari Kivimäki á Íslandi

Fyrr í mánuðinum var hér á landinu finnska harmónikkuleikkonan Anne-Mari Kivimäki, ásamt framleiðsluteymi sínu. Þau voru hingað til lands komin til þess að standa fyrir tökum á tveimur tónlistarmyndböndum fyrir risavaxið verkefni sem hún vinnur í samstarfi við finnska leikstjórann Tommi Kainulainen, ásamt því að vinna að lögunum fyrir myndböndin með finnska lagahöfundinum og pródúsentinum Matta Kallio, sem býr hér á landi og er sérstakur vinur Kaiku Sound.

Fyrir umsjón með kvikmyndatökum réðu þau Adam Murtomaa hjá Kaiku Sound til þess að sjá um tökur á báðum myndböndum. Myndböndin voru skotin yfir þrjá kalda daga á suðvesturhorni landsins. Í tökuteyminu voru Tommi Kainulainen (leikstjóri), Adam Murtomaa (tökumaður), Marjo Lahti (leikkona) og Jaana Kurttila (förðun og búningar).

Hér að neðan eru nokkrir sérvaldir rammar úr tökunum, sem við erum einkar ánægð með. Þess ber að geta að þessir rammar eru teknir úr hráum tökum og unnar sér, en eru ekki rammar úr fullkláruðum, litaleiðréttum myndböndum. Með öðrum orðum, lokaútkoma myndbandanna kann að líta allt öðruvísi út.

Previous
Previous

Egill Ólafsson - Tu Duende

Next
Next

LAG (feat. Þór Breiðfjörð) - Það verður aldrei bjartara